Mosfellsbær hús reist
Framkvæmdum við Reykjahvol í Mosfellsbæ var að ljúka að mestu í vikunni.
Eftir er að klæða aluzink á þakið og ganga frá rennum og munu innlendir aðilar sjá um það.
Húsið er innflutt frá verksmiðju í Lettlandi sem Emerald ehf er með söluumboð fyrir.
Sérfræðingar á vegum verksmiðju settu upp húsið.
Húsið var reist í einingum á þegar steypta neðri hæð. Allt efnisval og frágangur með afbrigðum vandað.
Útveggir, innveggir og kraftsperrur komu tilbúnar til ásetningar, ásamt fulleingrun í allt húsið.
Utanhússklæðing er formáluð fíbersementsklæðning.