362 fm Einingahús Motel
Teikningar & Skýringar
Þessi teikning er sérhönnuð af arkitekt okkar. Það eru til margar útgáfur af þessu glæsilega húsi. Sérinngangur er í hvert herbergi. Sérútgangur er úr hverju herbergi.
Heitir pottar eru beggja megin. Hægt er að breyta herbergjum í 2 ja manna herbergi, ásamt baðherbergi.
Grunnmyndin hér að ofan er 362 fm útfærsla af Gistihúsi
362 FM EININGAHÚS MÓTEL
Mótelið er hægt að fá í mörgum mismunandi útgáfum. Allt að 600 fm með veitingasal og auknu gistirými.
Innifalið í grunnverði hússins
- Framleiðsluteikningar frá verksmiðju
- Verksmiðjuframleiddir útveggir með lektum og rakavörn að innanverðu og utanverðu
- Steinullareinangrun komin í útveggi
- Utanhússklæðning formáluð Fíbersement 10-12 mm
- Allt gifs á innanverða útveggi ásamt 12mm OSB undir gifsi
- PVC Gluggar með tvöföldu gleri koma ísettir í einingar
- Innveggir verksmiðjuframleiddir ásamt steinullareinangrun
- Allt gifs á innveggi ásamt 12mm osb undir gifs
- Þaksperrur/kraftsperrur
- Lektur í loftin (þak) undir gifs (raflagnabil)
- Rakavörn
- Gifs í loftin, eða annað efni skv vali
- Steinullareinangrun í þak 250 mm
- Þakklæðning 18-22mm ofan á sperrur/kraftsperrur
- Icopal Balbit þakdúkur ofan á OSB
- Útihurðir PVC eða viðarhurðir og rennihurðir úti
- Festingar og vinklar við sökkul og vinklar á sperrur
- Skrúfur og festingar
- Flutningsgjöld til landsins og á byggingarstað
- Tollar og gjöld
- Flutningstryggingar
362 fm 10 herb Mótel
Húsið er framleitt í einingum. Gifsklætt að innan. Fíbersementsklæðning að utan. Veggir eru hljóðeinangrandi.
Verð frá 54,7 millj. *
Verð miðast við afhendingu á byggingastað með tollum og gjöldum, en án uppsetningar.
VERÐ Í JANÚAR 2025
Uppsetning kr 9-11 millj. eftir útfærslu og að menn frá verksmiðju setji húsið upp